Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
23. október 2014

Tuttugu og fimm fyrirtæki sækja Íslandsdaga í Nuuk

Tuttugu og fimm fyrirtæki sækja Íslandsdaga í Nuuk
Dagana 23. og 24. október verða haldnir Íslandsdagar í Nuuk á Grænlandi. Þetta er fimmta árið í röð sem þessi viðburður fer fram og er þátttakan góð í ár líkt og undanfarin ár.

Dagana 23. og 24. október verða haldnir Íslandsdagar í Nuuk á Grænlandi. Þetta er fimmta árið í röð sem þessi viðburður fer fram og er þátttakan góð í ár líkt og undanfarin ár.

Tilgangur ferðarinnar er að auka viðskiptatengsl milli landanna, en einnig að kynna íslenskar vörur fyrir grænlenskum almenningi. Dagskrá ferðarinnar er tvíþætt. Annars vegar munu íslensku fyrirtækin eiga fundi með grænlenskum samstarfsaðilum og hins vegar verður haldin fyrirtækjasýning í menningarhúsinu Katuaq, þar sem almenningi gefst tækifæri á að kynna sér starfsemi íslensku fyrirtækjanna.

Íslensku fyrirtækin sem taka þátt í ár eru eftirfarandi: Ölgerðin, Hafnarfjarðahöfn, Icelandair Cargo, Ísmar, Teknís,Verkís, Keilir, Johan Rönning, Efla, Rafnar ehf, Oddi, Ekran, Sjónlag, Bananar, Ikea, Gluggar og gler, Voot beita, Össur, BM Vallá, 66°North, Tobis, Flugfélags Ísland, Umbúðir og ráðgjöf, Faxaflóahafnir, ásamt utanríkisráðuneytinu.

Viðburðurinn er skipulagður af Íslandsstofu og Grænlensk-íslenska viðskiptaráðinu, í samvinnu við ræðisskrifstofu Íslands í Nuuk og Flugfélag Íslands.

Deila