Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. september 2014

Tvö fyrirtæki hlutskörpust í hönnunarsamkeppni vegna Ísland – allt árið og í útboði

Tvö fyrirtæki hlutskörpust í hönnunarsamkeppni vegna Ísland – allt árið og í útboði
Í vor fór fram hönnunarsamkeppni vegna verkefnisins Ísland - allt árið sem Íslandsstofa annast framkvæmd á, ásamt útboði fyrir birtingar auglýsinga á erlendum mörkuðum.

Í vor fór fram hönnunarsamkeppni vegna verkefnisins Ísland - allt árið sem Íslandsstofa annast framkvæmd á, ásamt útboði fyrir birtingar auglýsinga á erlendum mörkuðum.  Ríkiskaup sáu um framkvæmdina, en hönnunarsamkeppnin og útboðið voru auglýst á útboðsvef Evrópska efnahagssvæðisins, á vef Ríkiskaupa og í Morgunblaðinu.  Íslensk og erlend fyrirtæki höfðu möguleika á að skila hugmyndum í hönnunarsamkeppnina og tilboðum í birtingar til 14. ágúst s.l. Tvær tillögur bárust í hönnunarsamkeppnina og 2 tilboð í birtingahlutann.  Þau fyrirtæki sem voru hlutskörpust í mati á tillögum og tilboðum voru Íslenska auglýsingastofan ásamt The Brooklyn Brothers fyrir tillögu sína í hönnunarsamkeppni fyrir Ísland – allt árið og Media Consulta International Holding AG fyrir birtingar.

Fyrirhugað er að ganga til samninga við þessa tvö aðila og munu þeir hefja vinnu við áframhaldandi verkefni fyrir Ísland – allt árið, en nýtt verkefni verður kynnt fljótlega.

Íslandsstofa þakkar öllum sem sýndu útboðinu áhuga og tóku þátt.

Deila