Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
25. febrúar 2015

Uppselt á vinnustofu um gerð viðskiptasamninga

Uppselt á vinnustofu um gerð viðskiptasamninga
Færri komust að en vildu á vinnustofu Íslandsstofu fyrr í vikunni sem bar heitið „Gerð viðskiptasamninga á erlendum markaði“.

Færri komust að en vildu á vinnustofu Íslandsstofu síðastliðinn þriðjudag sem bar heitið „Gerð viðskiptasamninga á erlendum markaði“. 

Í vinnustofunni var farið yfir ýmis lykilatriði sem tengjast viðfangsefninu. Á meðal þess var hvað þarf helst að hafa í huga þegar fyrirtæki gerir samninga á erlendum markaði. Skoðaðar voru helstu hættur og mikilvægustu ákvæðin í hverjum viðskiptasamningi. Farið var yfir hagnýtar leiðir til að draga úr óskýrleika í slíkum samningum og hvað sölu-, umboðssölu og dreifingarsamingar eiga sameiginlegt.

Hafliði K. Lárusson lögfræðingur annaðist stjórn vinnustofunnar en hann sérhæfir sig í ritun alþjóðlegra viðskiptasamninga, þar á meðal sölu-, umboðs- og dreifingarsamninga. Var góður rómur gerður að vinnustofunni og spunnust þar líflegar umræður.

Áætlað er að vinnustofan verði haldin að nýju innan tíðar og stendur áhugasömum til boða að fá senda tilkynningu þegar tímasetning hefur verið ákveðin. Vinsamlega hafið samband við Björn H Reynisson, netfang bjorn@islandsstofa.is. Björn veitir jafnframt nánari upplýsingar um vinnustofuna. 

Deila