Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
6. október 2015

Útflutningsþjónusta fyrir áliðnaðinn

Útflutningsþjónusta fyrir áliðnaðinn
Íslandsstofa bauð nýverið meðlimum Álklasans í kaffispjall þar sem kynnt var sú fjölbreytta útflutningsþjónusta sem er í boði fyrir fyrirtæki klasans sem stofnaður var síðastliðið sumar.

Íslandsstofa bauð nýverið meðlimum Álklasans í kaffispjall þar sem kynnt var sú fjölbreytta útflutningsþjónusta sem er í boði fyrir fyrirtæki klasans, sem stofnaður var síðastliðið sumar. Fundurinn var vel sóttur og er hægt að sjá upptöku og glærur frá honum hér. Kynnt var fyrirhugað verkefni sem lýtur að því að kortleggja fyrirtæki sem starfa á sviði áliðnaðar, þar með talið verðmætasköpun, útflutningstækifæri og möguleika á fjárfestingum. Íslandsstofa, Álklasinn og Samál munu halda utan um kortlagninguna sem á að nýtast öllum þeim sem starfa í áliðnaðinum.

Nánari upplýsingar veitir Andri Marteinsson, forstöðumaður sviðs iðnaðar og þjónustu, andri@islandsstofa.is

Deila