Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. mars 2012

Vaxandi áhugi á Íslandi á ITB

Íslandsstofa tók þátt í alþjóðlegu ferðasýningunni ITB í Berlín dagana 7. til 11 mars.

Þar kynntu 23 íslensk fyrirtæki starfsemi sína á 120 fermetra sýningarsvæði Íslands í einni af 25 höllum sýningarinnnar, sem er sú stærsta sinnar tegundar. Sýnendurnir voru ánægðir að sýningu lokinni og Hallgrímur Lárusson (Snæland Grímsson) sagði m.a. að ljóst væri að áhugi á Íslandi færi vaxandi.
Sýninguna sóttu alls 170.000 manns, þar af 113.000 faggestir. Fyrstu þrjá dagana var hún eingöngu opin ferðaþjónustuaðilum en að þeim loknum var opnað fyrir almenningi. Þar notaði nokkur hluti íslensku sýnendanna tækfærið og kynnti nýjustu möguleika í ferðalögum til Íslands.
Gert er ráð fyrir að ferðalög Þjóðverja muni síður en svo minnka á þessu ári, en þeir eru oft nefndir heimsmeistarar í ferðalögum og eyddu t.d. á síðasta ári rúmlega 60 milljörðum evra í orlofsferðir sínar.

Deila