Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
2. desember 2014

Vegna Ísland - allt árið

Vegna Ísland - allt árið
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að veita á næstu tveim árum allt að 200 milljónum króna á ári til verkefnisins, enda sé samanlagt framlag annarra þátttakenda ekki lægri fjárhæð. Því er nú stefnt að gerð nýs samnings fyrir árin 2015 og 2016 en núgildandi samningur rennur út í lok þessa árs.

Ísland – allt árið er markaðsverkefni sem hefur þann tilgang að festa ferðaþjónustu í sessi sem heilsársatvinnugrein og auka arðsemi af greininni.



Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að veita á næstu tveim árum allt að 200 milljónum króna á ári til verkefnisins, enda sé samanlagt framlag annarra þátttakenda ekki lægri fjárhæð. Því er nú stefnt að gerð nýs samnings fyrir árin 2015 og 2016 en núgildandi samningur rennur út í lok þessa árs.

Verkefnið er markaðs- og kynningarverkefni fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu á erlendum mörkuðum. Markaðssetningin fer fram undir formerkjum Inspired by Iceland. Framlögum í verkefninu skal varið með almennum hætti og kynningarefni á vegum þess er í þágu ferðaþjónustunnar í heild.

Helstu markmið verkefnisins eru að jafna árstíðasveiflu í ferðaþjónustu, auka meðalneyslu ferðamanna og bæta viðhorf og vitund gagnvart Íslandi sem heilsársáfangastað.

Lágmarksframlag þátttakenda til samningsins eru 20 m.kr. Fyrirtækjum, félagasamtökum, sveitarfélögum, stofnunum og öðrum er heimilt að mynda hóp sem yrði aðili að samningnum.

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili verkefnisins og veitir allar nánari upplýsingar. Áhugasamir sendi tölvupóst á islandalltarid@islandsstofa.is fyrir 15. desember nk.

Auglýsing á pdf

Deila