Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. október 2019

Vel heppnuð Bókamessa í Gautaborg

Vel heppnuð Bókamessa í Gautaborg
Bókamessan í Gautaborg var haldin á dögunum. Í áttunda sinn var íslenskur þjóðarbás á staðnum.

Bókamessan í Gautaborg var haldin á dögunum (n.t.t. 26. – 29. september sl.). Íslandsstofa, í samvinnu við Miðstöð íslenskra bókmennta og Félag íslenskra bókaútgefenda, stóð að íslenskum þjóðarbás á viðburðinum þar sem kynntar voru og seldar bækur eftir íslenska höfunda, bæði á íslensku og sem þýddar hafa verið á sænsku. Alls taka yfir 800 sýnendur þátt í viðburðinum, frá 29 löndum, en um 90.000 gestir sækja bókamessuna ár hvert - þeirra á meðal bæði kennarar og starfsmenn bókasafna auk almennra bókaunnenda. 

Fjórir íslenskir rithöfundar komu að þessu sinni fram sem sérstakir fulltrúar Íslands á messunni í ár eða þau; Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn. Ræddu þau m.a. um hefðina og nútímann, ímyndunarafl og ljóðrænu í tungumálinu, nýjar glæpasögur og ofurhetjuna Viktoríu.

Þetta var í áttunda sinn sem íslenskur bás var á svæðinu og góður rómur gerður að.

 

Deila