Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
23. september 2015

Viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands erlendis til viðtals

Viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands erlendis til viðtals
Miðvikudaginn 30. september verða viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands erlendis til viðtals á Grand hótel Reykjavík. Viðskiptafulltrúarnir koma til landsins á vegum Íslandsstofu til að hitta fyrirtæki og efla samstarfið.

Ársfundur viðskiptafulltrúa tíu sendiráða Íslands erlendis verður haldinn dagana 29. september til 1. október. Viðskiptafulltrúarnir koma til landsins á vegum Íslandsstofu til að hitta fyrirtæki og efla samstarfið.  Miðvikudaginn 30. september verða fulltrúarnir með viðtalstíma á Grand Hótel Reykjavík í fundarsal á 4. hæð  og er hægt að bóka fundi með þeim á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000. 

Viðskiptafulltrúar eru staðsettir í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn, Berlín, Moskvu, Nýju-Delí, Peking, Tókýó, Osló, Helsinki, New York og London. Þau búa yfir reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og góð sambönd í umdæmislöndum sendiráðanna. Nánar hér

Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, hrafnhildur@islandsstofa.is og 
Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is

Deila