Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
20. september 2016

Viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands erlendis til viðtals 5. október

Viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands erlendis til viðtals 5. október
Miðvikudaginn 5. október verða viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands erlendis með viðtalstíma á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

Ársfundur viðskiptafulltrúa tíu sendiráða Íslands erlendis verður haldinn dagana 4.- 6. október nk. Viðskiptafulltrúarnir koma til landsins á vegum Íslandsstofu til að hitta íslensk fyrirtæki, efla samstarfið og marka stefnuna fyrir komandi ár.
 
Miðvikudaginn 5. október verða viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands erlendis með viðtalstíma á Icelandair Hótel Reykjavík Natura -  Þingsal 3, 1. hæð og er hægt að bóka fundi með þeim á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Viðskiptafulltrúar eru staðsettir í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn, Berlín, Moskvu, Nýju-Delí, Peking, Tókýó, Osló, Helsinki, New York og London. Þau búa yfir reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og góð sambönd í umdæmislöndum sendiráðanna. Nánar hér

Nánari upplýsingar veita Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, hrafnhildur@islandsstofa.is og Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is

Deila