Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
31. janúar 2013

Viðskiptatækifæri í Kína

Viðskiptatækifæri í Kína
Um 60 manns komu til að hlýða á erindi Péturs Yang Li, viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands í Pekíng um möguleg viðskiptatækifæri á milli Íslands og Kína. Kynningin fór fram í Háskóla Íslands sl. þriðjudag og og gerðu áheyrendur, sem flestir komu úr röðum viðskiptalífsins, góðan róm af framsögu Péturs.

Um 60 manns komu til að hlýða á erindi Péturs Yang Li, viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands í Pekíng um möguleg viðskiptatækifæri á milli Íslands og Kína. Kynningin fór fram í Háskóla Íslands sl. þriðjudag og og gerðu áheyrendur, sem flestir komu úr röðum viðskiptalífsins, góðan róm af framsögu Péturs. Þar ræddi hann m.a. þróun viðskiptasambands Íslands og Kína og reifaði helstu ógnir sem blasa við í ljósi aukinnar efnahagslegrar samvinnu með tilkomu hugsanlegs tvíhliða viðskiptasamninga á milli landanna beggja.

Kynning Péturs

Nánari upplýsingar veitir Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is eða í síma 511 4000

Deila