Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
24. janúar 2017

Viðskiptatengdir viðburðir í opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur

Viðskiptatengdir viðburðir í opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú eru nú stödd í Danmörku í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Íslandsstofa hefur umsjón með viðskiptatengdum viðburðum í tengslum við heimsóknina.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú eru nú stödd í Danmörku í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Íslandsstofa hefur umsjón með viðskiptatengdum viðburðum í tengslum við heimsóknina.

Miðvikudaginn 25. janúar kl. 10 er haldinn fundur í húsakynnum Dansk industri þar sem fjallað er um sjálfbærni, tækni og fullnýtingu hráefna í matvælaiðnaði (Innovation, Sustainability and Food Production). Forsetinn ávarpar fundinn, sem og formaður Dansk industri. Erindi um sjálfbærni í sjávarútvegi er á dagskrá sem og um verðmætasköpun byggða á auðlindum hafins. Íslensk fyrirtæki taka þátt í pallborðsumræðum og kynna starfsemi sína og afurðir. Mikill áhugi er á fundinum meðal danskra fyrirtækja. Forsetinn og Friðrik krónprins munu síðan skoða kynningarmiðstöð um sjálfbærni og umhverfisvernd, The State of Green, sem er einnig í höfuðstöðvum Dansk industri við Ráðhústorgið.

Útflutningur matvæla til Danmerkur er orðinn ansi fjölbreyttur og mun forsetinn heimsækja nýja glæsilega IRMA verslun fimmtudaginn 26. janúar kl. 11 (Borgergade 24, 1300 København K) og kynna sér úrval íslenskra afurða sem þar er til sölu: m.a. fisk, skyr, súkkulaði og salt. Danski meistarakokkurinn Claus Holm mun framreiða nokkra rétti úr íslenska hráefninu og gefa forsetahjónunum að smakka. Almenningur mun einnig fá tækifæri til að smakka og kynna sér íslensku afurðirnar. Stjórnendur í IRMA hafa verið mjög jákvæðir fyrir að selja íslensk matvæli og eru vonir bundnar við að úrvalið aukist enn á næstunni.

Íslenskt fjölmiðlafólk sem statt er í Danmörku er boðið velkomið í IRMA en þar verða fulltrúar nokkurra þeirra fyrirtækja sem selja afurðir sínar í versluninni.

Nánari upplýsingar um þessa dagskrárliði veitir Guðný Káradóttir, forstöðumaður sviðs matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar hjá Íslandsstofu, gudny@islandsstofa.is, sími 693 3233. 

Deila