Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
17. apríl 2013

Viðskiptaþing í Peking

Viðskiptaþing í Peking
Íslandsstofa ásamt utanríkisráðuneyti og sendiráði Ísland í Peking stóð að fjölmennu viðskiptaþing 16. apríl s.l.

Íslandsstofa ásamt utanríkisráðuneytinu og sendiráði Ísland í Peking stóð að fjölmennu viðskiptaþingi 16. apríl s.l. Um 300 manns frá 180 kínverskum fyrirtækjum sóttu þingið sem haldið var í tilefni af nýjum fríverslunarsamningi milli Íslands og Kína. Aðsóknin var mun meiri en búist var við í upphafi sem lýsir vel áhuga kínverja á viðskiptum milli landanna.

Á þinginu var lagður grunnur að margvíslegum tengslum kínverskra og íslenskra fyrirtækja. Flutt voru afar athyglisverð erindi um gildi fríverslunarsamninga fyrir milliríkjaviðskipti ásamt því að fulltrúar fyrirtækjanna Össur, Icelandic, Marel, Orka energy, Promens og Icelandair kynntu hvernig viðskiptaumhverfið lítur út frá þeirra sjónarhorni.
Þá voru undirritaðir viðskiptasamningar milli íslenskra og kínverskra fyrirtækja. Voru það Icelandair um viðhaldsþjónustu á flugvélum, Klappir development um fjármögnun vegna undirbúnings framkvæmda á Bakka og stoðtækjaframleiðandinn Össur gerði nýjan samning við sinn samstarfsaðila.

 

Deila