Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
29. október 2012

Viðskipti í Þýskalandi

Viðskipti í Þýskalandi
Um fjörtíu manns mættu á kynningu sem haldin var á vegum Íslandsstofu og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins á dögunum og bar yfirskriftina „Hvernig er að eiga viðskipti í Þýskalandi?“

Um fjörtíu manns mættu á kynningu sem haldin var á vegum Íslandsstofu og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins á dögunum og bar yfirskriftina „Hvernig er að eiga viðskipti í Þýskalandi?“

 

Á fundinum kynnti Ruth Bobrich, viðskiptafulltrúi Íslands í Berlín, ýmis lykilatriði sem hafa þarf í huga áður en farið er inn á Þýskalands-markað. Í máli hennar kom m.a. fram að viðskiptaferlið getur tekið nokkurn tíma og beri því að líta á viðskipti í Þýskalandi sem langhlaup fremur en spretthlaup. Þá sagði hún nauðsynlegt að hafa þýskumælandi aðila sér til stuðnings þegar loka á samningum.

Sveinn Áki Lúðvíksson frá fyrirtækinu LS Retail kom einnig fram á fundinum og sagði frá reynslu fyrirtækisins af því að fara inn á markaði í Evrópu og þá sérstaklega þýska markaðinn. 

 

 

Deila