Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
30. apríl 2012

Viltu eiga viðskipti í Kína?

Viltu eiga viðskipti í Kína?
Íslandsstofa og viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins standa fyrir kynningarfundi um viðskipti í Kína, föstudaginn 4. maí á Grand hótel Reykjavík kl. 09:00-11:30.

Íslandsstofa og viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins standa fyrir kynningarfundi um viðskipti í Kína, föstudaginn 4. maí á Grand hótel Reykjavík kl. 09:00-11:30.

Fulltrúar allra fyrirtækja eru velkomnir, hvort sem þau eru að huga að því að komast inn á kínverska markaðinn eða hafa þegar haslað sér þar völl og vilja auka árangurinn af starfi sínu.
Fulltrúar frá atvinnulífinu og hinu opinbera flytja stutt erindi og á eftir gefst fundargestum kostur á að ræða einslega við þá um sín mál (B2B).

Reynslusögur af viðskiptum í Kína koma frá fyrirtækjunum Marel og Icelandair. Fulltrúar kínverska sendiráðsins á Íslandi, Íslensk-Kínverska Viðskiptaráðsins, sendiráðs Íslands í Peking og Íslandsstofu munu einnig kynna og vera til staðar til að svara fyrirspurnum.

Þeir sem hafa hug á að skrá sig á fundinn eru hvattir til að gera það sem fyrst í síma 511 4000 eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is

Deila