Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. júní 2015

Vinnu við markaðsverkefni íslenska hestsins miðar vel

Vinnu við markaðsverkefni íslenska hestsins miðar vel
Upptaka frá kynningar- og samráðsfundi vegna markaðssetningar íslenska hestsins þann 27. maí sl. er nú aðgengileg á vefnum.

Þann 27. maí sl. var haldinn kynningar- og samráðsfundinn með aðilum í hestageiranum þar sem samantekt úr stefnumótunarvinnu var kynnt. Fundurinn var tekinn upp og er upptakan nú aðgengileg á vefnum og hægt er að hlaða kynningunni niður (pdf)

Næsta skref í verkefninu er velja auglýsingastofu eða markaðsráðgjafafyrirtæki til samstarfs um mótun samskiptastefnu, heildarhugmyndar, meginskilaboða og aðkomu að gerð markaðsáætlunar. Viðkomandi aðili þarf að hafa reynsla og þekkingu á stefnumörkun í markaðssamskiptum, helst á alþjóðamarkaði, þekkingu eða innsýn í „hestaheiminn“ í formi reiðmennsku, náms á því sviði eða tengslanets, hafa reynslu og þekkingu af notkun samfélags- og vefmiðla í markaðsstarfi og hafa sterka sýn á verkefnið og áhuga á viðfangsefninu.

Lesa tengda frétt - markaðsverkefni um íslenska hestinn ýtt úr vör.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is, sími 511 4000 eða Tinna Dögg Kjartansdóttir, tintinmarketing@gmail.com

Deila