Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. mars 2015

Vinnustofa um kynningar á vöru og þjónustu á erlendum mörkuðum

Vinnustofa um kynningar á vöru og þjónustu á erlendum mörkuðum
Íslandsstofa stóð í vikunni fyrir vinnustofu um kynningar á vöru og þjónustu á erlendum mörkuðum sem er ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum sem vinna að stofnun nýrra viðskiptatengsla og þeim vilja bæta enn frekar þjónustu sína og sölutækni.

Íslandsstofa stóð í vikunni fyrir vinnustofu um kynningar á vöru og þjónustu á erlendum mörkuðum sem ætluð var bæði fyrirtækjum sem vinna að stofnun nýrra viðskiptatengsla og þeim sem vilja bæta enn frekar þjónustu sína og sölutækni. Chris Bowerman var leiðbeinandi á vinnustofunni, sem haldin hefur verið árlega sl. ár, en hann er meðeigandi og stjórnandi Tripos Consultants, Notthingham á Englandi.

Í vinnustofunni var farið yfir grunnatriði í sölu- og kynningartækni, skilning og þekkingu á þörfum viðskiptavina, auk þess sem farið var yfir mikilvægi áætlanagerðar og undirbúnings út frá viðkomandi menningarheimi. Chris hefur haldið árangursrík námskeið og vinnustofur hér á landi frá árinu 2005, þar sem íslensk útflutningsfyrirtæki hafa fengið aðstoð við að þróa arðbær viðskiptasambönd og selja vörur sínar til erlendra viðskiptavina.

Deila