Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. október 2016

Vinnustofa um orku og ferðaþjónustu 13. október nk.

Vinnustofa um orku og ferðaþjónustu 13. október nk.
Íslandsstofa, Íslenski ferðaklasinn og Íslenski jarðvarmaklasinn standa fyrir sameiginlegri vinnustofu um viðskiptatækifæri á mörkum ferðaþjónustu og orku.

Íslandsstofa, Íslenski ferðaklasinn og Íslenski jarðvarmaklasinn standa fyrir sameiginlegri vinnustofu um viðskiptatækifæri á mörkum ferðaþjónustu og orku. Rætt verður um samlegð og samvinnu við uppbyggingu nýrra verkefna, aukna verðmætasköpun, öryggismál og annað sem snertir samstarf þessara geira. 

Dagskrá:

  • 08:45   Skráning og kaffi
  • 09:00   Hvaða sögu hefur ferðaþjónusta og orka að segja – Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, klasastjóri Íslenska ferðaklasans
  •            Tækifæri og áskoranir – Viðar Helgason, klasastjóri Íslenska jarðvarmaklasans
  •            Hvernig markaðssetjum við Ísland? – Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu
  •            Öryggi og gæði í orkutengdri ferðaþjónustu – Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu
  •            Nýsköpun í hefðbundinni orkuvinnslu – Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður markaðs og kynningarmála hjá Orku Náttúrunnar.
  •            Tækifæri í svæðisbundinni þróun – Albertína Friðbjörg Elísdóttir, framkvæmdastjóri EIMS
  •            Nýting lághita í atvinnusköpun – Knútur Rafn Ármann, eigandi Friðheima
  •            Vinnustofa

Leiðbeinandi á vinnustofunni er Kristinn Hjálmarsson, ráðgjafi hjá Nótera.

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig hér að neðan fyrir 12. október nk.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Birna Jörgensen, gudrunbirna@islandsstofa.is

 

Deila