Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. febrúar 2018

Vinnustofur í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna

Vinnustofur í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna
Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 13.- 16. febrúar sl. Að þessu sinni voru borgirnar Chicago, Cleveland og St. Louis sóttar heim.

Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 13.- 16. febrúar sl. Að þessu sinni voru borgirnar Chicago, Cleveland og St. Louis sóttar heim. Tvær síðarnefndu eru meðal nýrra áfangastaða íslensku flugfélaganna en flogið hefur verið til Chicago frá árinu 2016.

Á vinnustofunum gafst íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri til að kynna starfsemi sína og koma á viðskipta­samböndum við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Haldin var stutt kynning um áfangastaðinn Ísland fyrir kaupendur og því næst boðið upp á vinnufundi milli íslensku fyrirtækjanna og gestanna. Mikil ánægja reyndist með fyrirkomulag fundanna og greina mátti mikinn áhuga á Íslandi, ekki síst í St. Louis enda er væntanlegt beint flug til borgarinnar jafnframt fyrsta beina flugið þaðan til Evrópu.

Alls sóttu um 110 erlendir söluaðilar vinnustofurnar. Auk Íslandsstofu voru með í för fulltrúar frá Air Iceland Connect, Elding Adventure at Sea, GJ Travel, Glacial Experience, Gray Line Iceland, GT Travel Ltd, Hotel Cabin, Klettur & Örk, Hótel Ísland, Iceland Tours, Iceland Travel, Icelandair Hotels, Icelandair, Into the Glacier, Íslandshotel, Reykjavík Excursion, Reykjavík Sightseeing, Snæland Travel, Special Tours og Wow air.

Deila