Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. mars 2012

Yfir 100 manns þáðu góð ráð

Óhætt er að segja að mikill áhugi hafi verið á fundi Íslandsstofu sem fór fram síðastliðinn þriðjudag og bar yfirskriftina „Góð ráð fyrir útflutningsfyrirtæki.“

Á fundinum kynnti Chris Bowerman, meðeigandi og stjórnandi Tripos Consultants á Englandi, fyrir viðstöddum mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga þegar kynna á vörur eða þjónustu á erlendum mörkuðum.
Mjög góður rómur var gerður að því sem Chris hafði fram að færa en hann sagði meðal annars að lykilatriði fyrir velgengni í markaðssetningu erlendis væri að kynna sér markaðinn sem fara á inn á vel, sem og markhópinn. Þá fór hann yfir það hvernig byggja á upp árangursríkar sölukynningar og lagði áherslu á nokkur mikilvæg undirsstöðuatriði því til hliðsjónar, en góður undirbúningur var þar efstur á lista.
Chris hefur haldið árangursrík námskeið og vinnustofur hér á landi allt frá 2005 þar sem íslensk útflutningsfyrirtæki hafa fengið aðstoð við að þróa arðbær viðskiptasambönd og selja vörur sínar til erlendra viðskiptavina.

Þá kynnti Andri Marteinsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu, stuttlega þá útflutningsþjónustu sem Íslandsstofa hefur upp á að bjóða. Nálgast má kynningar beggja hér að neðan:

Deila