Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

AIIB


Asíski Innviðafjárfestingabankinn (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB) er nýleg alþjóðafjármálastofnun, stofnuð árið 2016 í kringum samstarf þjóða um að taka á innviðafjárfestingarþörf í Asíu, styrkja tengingar og hagræna þróun á svæðinu og styðja þannig við hagvöxt og aðgengi að grunnþjónustu.

AIIB leggur áherslu á innviðafjárfestingar í Asíu, en mun í vissum tilfellum skoða verkefni utan Asíu, ef sýnt er fram á að verkefni styðji við uppbyggingu og þróun í Asíu.

Bankinn fjármagnar aðallega verkefni á sviði orku, samgangna og sjálfbærra borga (eða SmartCities). Á sviði orkumála er sérstök áhersla á endurnýjanlega orku, t.d. úr vatnsafl, sól, vind, bíógas og jarðvarma. Hér má nálgast stefnu bankans um fjárfestingar í orkugeiranum.

Bankinn er nýr og í örum vexti og er því stöðugt að auglýsa eftir fólki, hvort sem er föstum starfsmönnum, verktökum eða ráðgjöfum. Verkefni AIIB leiða af sér fjölda útboðstækifæra fyrir vörur, innviðaframkvæmdir, þjónustu og ráðgjöf -- sjá upplýsingar hér.

Vegna áherslu bankans á samstarf við einkafjármögnunaraðila gætu einnig verið fyrir hendi tækifæri fyrir fjárfesta sem eru að leita að áhættudreifingu á alþjóðavettvangi.