Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

verðlaun

Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Frá árinu 1989 hafa verðlaunin verið veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslunar og gjaldeyrisöflunar. Veiting verðlauna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum mörkuðum og fleiru.

Útflutningsverðlaun forseta Íslands


Nýsköpunarverðlaun Íslands

Nýsköpunarrverðlaun Íslands eru veitt til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og vísindastarfi og náð hefur árangri á markaði. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1994 á Nýsköpunarþingi og er tilgangur þeirra að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu og rannsókna og þekkingaröflunar.

Nýsköpunarverðlaun Íslands


Orðstír

ORÐSTÍR eru heiðursverðlaun fyrir þýðendur íslenskra bókmennta á erlendar tungur. Verðlaunin falla í skaut einstaklinga sem hafa þýtt verk úr íslensku á annað mál með vönduðum hætti og með þeim árangri að aukið hafi hróður íslenskrar menningar á erlendum vettvangi. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár og voru þau fyrst afhent árið 2015.

Orðstír