Aðdráttarafl norðurljósanna - fræðslufundur á Akureyri
Miðvikudaginn 8. febrúar stóðu Íslandsstofa og Markaðsstofa Norðurlands fyrir fræðslufundi um norðurljósin og áhrif þeirra á ferðaþjónustu.
Fundurinn var haldinn á Hótel KEA Akureyri og var mjög vel heppnaður.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hélt erindi um norðurljósin út frá veðurfræðilegu sjónarhorni; hvernig þau eru tilkomin og hvernig spá megi fyrir um birtingu þeirra. Friðrik Pálsson eigandi Hótel Rangá ræddi möguleika í sölu og markaðssetningu norðurljósanna á Íslandi. Þá fræddi Ragnar Th Sigurðsson ljósmyndari viðstadda um reynslu sína og tækifæri í ljósmyndun norðurljósanna.
Fundurinn var vel sóttur og viljum við þakka öllum sem komu kærlega fyrir samveruna.