Breyttar reglur varðandi skráningar hjá bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA)
Íslandsstofa vekur athygli fyrirtækja, sem flytja út matvæli- og drykkjarvörur á Bandaríkjamarkað, á að framundan eru breytingar á skráningum hjá bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA).
Afar mikilvægt er að fyrirtæki bregðist við og uppfæri skráningar til að koma í veg fyrir að vörur verði stöðvaðar við komu til Bandaríkjanna. Þessar breytingar varða matvæli, fæðubótarefni og drykkjarvörur, skráningar, innihaldslýsingar ofl. fyrir Bandaríkjamarkað.
Hér eru helstu tímamörk sem gilda um breytingarnar.
26. júlí 2016: Breytingar á reglum um merkingar/New Labeling Requirements: Sjá hér
Nýjar reglur v/merkingar. Tvær nýjar reglur sem krefjast verulegra breytinga á innihaldslýsingum fyrir matvæli, drykkjarvörur og fæðubótarefni. Rangar merkingar gætu orsakað innflutningsbann. Fyrirtæki eru hvött til að fara náið yfir allar merkingar, bera þær saman við kröfur sem eiga við og þróa nýjar með þær til hliðsjónar. Nýjar merkingar verða að vera komnar í notkun innan tveggja ára, eða fyrir 26. júlí 2017.
17. september 2016: New Regulations for Preventive Controls for Human Food
Í reglum FDA frá 2011 um matvælaöryggi (FDA, Food Safety Modernization Act (“FSMA”) koma fram kröfur um að framleiðendur skili inn “Food Safety Plan” fyrir september 2016. Nauðsynlegt er að skila inn “Food Safety Plan”, óháð gæða- eða öryggiskerfum framleiðanda. Eru þetta nýjar og endurskoðaðar kröfur bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA).
1. október 2016: FDA Food Facility Registration Renewal Requirement
Einnig er vakin athygli á nýjum kröfur varðandi endurnýjun á skráningu hjá FDA frá 1. október – 31. desember 2016. Ef upplýsingar hafa ekki verið uppfærðar er hætta á að sendingar á matvælum, drykkjarvörum og fæðubótarefnum verði stöðvaðar við komu til Bandaríkjanna.
Ef spurningar vakna varðandi ofangreint er framleiðendum bent á að hafa samband við bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA). Einnig er hægt að leita til ráðgjafafyrirtækja eins og Registrar Corp.
Sjá nánar meðfylgjandi skjal.