Ferðamenn smakka kranavatn á Keflavíkurflugvelli
Barþjónninn Georg Leite býður þar upp á garðslöngukranavatn, baðvaskskranavatn, þvottahússkranavatn og bílskúrskranavatn. Allt er þetta þó sama íslenska vatnið!
Erlendir ferðamenn voru hrifnir af þessum framandi drykk sem kranavatn er og höfðu orð á því hve hressandi hann væri. Það kom flestum á óvart þegar það var útskýrt fyrir þeim hvað kranavatn þýddi í rauninni.
Í herferðinni er lögð áhersla á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn” sem finna má ókeypis í næsta krana um allt land. Markmiðið er að draga úr óþarfa plastnotkun ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatnsins sem er eitt hreinasta og bragðbesta kranavatn í heimi.
Hægt er að horfa á myndbandið hér að neðan: