Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
19. mars 2013

Fundur um sameiginlegt markaðsstarf

Fundur um sameiginlegt markaðsstarf
Fiskifélag Íslands heldur opinn umræðufundur um sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenskan sjávarútveg á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 21. mars nk. klukkan 13:30-15.00.

Fiskifélag Íslands heldur opinn umræðufundur um sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenskan sjávarútveg á Grand Hótel Reykjavík (Gallerí sal), Sigtúni 38, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 21. mars nk. klukkan 13:30-15.00. Fundurinn verður haldinn í tengslum við aðalfund Fiskifélags Íslands.

Dagskrá:

1. Hvernig vill greinin standa að sameiginlegu markaðsstarfi?
Samstaða og fjármögnun – lykilþættir til árangurs
Gunnar Tómasson, stjórnarformaður Ábyrgra fiskveiða ses og framkvæmdastjóri framleiðslu- og sölumála hjá Þorbirninum hf, Grindavík.

2. Vettvangur, form og framkvæmd sameiginlegs markaðsstarf
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu

3. Panelumræður
Auk frummælenda verða í pallborðinu Pétur Pálsson Vísi hf., Magnús Bjarnason forstjóri Icelandic Group, Huginn F. Þorsteinsson aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Einar Karl Haraldsson formaður verkefnistjórnar Ísland allt árið og Guðný Káradóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu.

Fundarstjóri er Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á fundinn með því að senda tölvupóst á finnur@fiskifelag.is eða í  síma 896 2400.

Deila