Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. júlí 2020

Havas Media hlutskarpast í útboði Íslandsstofu

Havas Media hlutskarpast í útboði Íslandsstofu
Alþjóðlega birtingarfyrirtækið Havas Media varð hlutskarpast í útboði Íslandsstofu fyrir birtingaþjónustu og ráðgjöf.

Auglýst var eftir tilboðum á evrópska efnahagssvæðinu þann 3. júní síðastliðinn. Ríkiskaup fór með framkvæmd útboðsins. Fjórir aðilar buðu í verkið, Havas Media, MediaCom, Pipar Media, og Hanapin Marketing.

Niðurstaða valnefndar var að tilboð Havas Media mætti best þeim forsendum sem skilgreindar voru í útboðslýsingu. Niðurstaða valnefndar var afgerandi, en fyrirtækið hlaut 92 stig af 100 mögulegum og var með hæstu einkunn í öllum hæfnisþáttum. Tillagan í öðru sæti hlaut 74 stig.

Nú stendur yfir 10 daga biðtíma í samræmi við lög um opinber innkaup. Að honum loknum kemst á rammasamningur um alla birtingarþjónustu, svo sem áætlanir, ráðgjöf og kaup birtinga fyrir markaðsverkefni íslandsstofu á erlendum mörkuðum. 

Havas Media er hluti af Havas Group, sem er eitt stærsta auglýsinga- og birtingafyrirtæki heims. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Frakklandi, en skrifstofa þess í Þýskalandi mun þjónusta Íslandsstofu.

Deila