Hópur aðila úr byggingariðnaðnum skorar í London og Bristol
Síðustu daga hefur 14 manna hópur frá íslenskum fyrirtækjum verið í Bristol og London að kynna sér möguleika á verkefnum tengdum nýbyggingum og viðhaldi húsnæðis.
Tilgangur ferðarinnar var koma á samböndum við mögulega samstarfsaðila sem geta nýtt sér þekkingu og reynslu íslensku fyrirtækjanna.
Á mánudaginn var haldið til Bristol og þar hittu íslensku þátttakendurnir arkitekta og verktaka sem hafa verið að endurbyggja húsnæði í miðborg Bristol. Á þriðjudag var hópurinn að störfum í sendiráði Íslands í London og fræddist um markaðinn og hittu fjölda mögulegra samstarfsaðila. Alls komu í sendiráðið um 40 fulltrúar breskra fyrirtækja í byggingariðnaði til að hitta Íslendingana.
Mikil ánægja er með ferðina og kom það íslenska hópnum helst á óvart hversu mikill áhugi var hjá breskum kollegum þeirra að skoða samstarfsmöguleika. Þátttakenda bíður talsverð vinna heima fyrir að vinna úr tækifærum og fylgja þeim eftir.