Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
10. febrúar 2014

Íslensk ferðaþjónusta kynnt í Bretlandi

Íslensk ferðaþjónusta kynnt í Bretlandi
Þessa dagana eru fulltrúar frá íslenskum fyrirtækjum og markaðsstofum landshlutanna á ferð um England og Skotland. Markmiðið er að skapa tengsl við breska ferðaskipuleggjendur og kynna þeim Ísland sem áfangastað.

Þessa dagana eru fulltrúar frá íslenskum fyrirtækjum og markaðsstofum landshlutanna á ferð um England og Skotland. Markmiðið er að skapa tengsl við breska ferðaskipuleggjendur og kynna þeim Ísland sem áfangastað. Skipulagðar voru kynningar í borgunum Manchester, Bristol, Edinborg og Glasgow og að þeim loknum hefur verið boðið upp á fundi milli fyrirtækja þar sem möguleikar á samstarfi voru skoðaðir.

Íslensku fyrirtækin sem taka þátt eru Elding hvalaskoðun, Ferðaskrifstofa GJ, Iceland Excursions, Iceland Travel, Icelandair, Northern Explorer, Mountaineers, Reykjavík Excursions, Special Tours, Snæland og Terra Nova, ásamt fulltrúum frá markaðsstofum Suðurlands og Norðurlands. 

Samstarfsaðili Íslandsstofu, Europartnership í Englandi, hefur unnið við undirbúning ferðarinnar og kom á fundum við áhugaverð fyrirtæki á hverjum stað. Þá var fulltrúi frá sendiráði Íslands í London viðstaddur fundina, fyrirtækjunum til halds og trausts. 

Vonir standa til að Bretlandsferðin muni skila sér í auknum straumi ferðamanna frá borgunum fjórum, ekki síst þar boðið er upp á beint flug til Íslands frá öllum þessum stöðum. 

Deila