Íslenskir listamenn hvísla leyndarmálum að íbúum Frankfurt
Undanfarna daga hafa íbúar í Frankfurt fengið tækifæri til að uppgötva íslensk leyndarmál á fjölfarnasta torgi borgarinnar, Konstablerwache. Þar hefur verið settur upp stór hljóðskúlptúr þar sem íslenskir listamenn hvísla sínum leyndarmálum að borgarbúum. Hvíslendur eru þau Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og Hallgrímur Helgason rithöfundur, ásamt tónlistarfólkinu Hauk Heiðari Haukssyni, Sigríði Thorlacius og Högna Egilssyni.
Uppátækið hefur vakið mikla athygli fjölmiðla og hefur meðal annars verið fjalla um það í Frankfurter Neue Presse, Bild, Rhein-Main Zeitung, Die Welt Kompakt og Frankfurter Stadtkurier, ásamt umfjöllun í sjónvarpi og útvarpi.
Gjörningurinn er hluti af Inspired by Iceland herferðinni, og miðar að því að hvetja íbúa í Frankfurt til að kynna sér þau fjölmörgu leyndarmál sem Ísland hefur upp á að bjóða. Rætt verður við gangandi vegfarendur og verður efnið notað til markaðssetningar á samfélagsmiðlum Inspired by Iceland.
Á vinnusvæði Ísland – allt árið er hægt að kynna sér frekari upplýsingar um framvindu vetrarherferðarinnar ásamt því að skoða sýnishorn af þeim auglýsingum sem eru í birtingum á erlendum mörkuðum.
Nánari upplýsingar veita Guðrún Birna Jörgensen, gudrunbirna@islandsstofa.is og Daði Guðjónsson, dadi@islandsstofa.is