Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. september 2020

Ljósmynda- og listasamkeppni í tilefni af Degi íslenska hestsins

Ljósmynda- og listasamkeppni í tilefni af Degi íslenska hestsins
Alþjóðlegum degi íslenska hestsins var fagnað þann 12. september síðastliðinn.

Haldið var upp á daginn með óvenjulegum hætti að þessu sinni, en í stað þess að skipuleggja samkomur efndi Horses of Iceland (HOI) til ljósmyndasamkeppni.

Alls bárust tæplega 700 myndir í keppnina. Fólk gat síðan valið sína uppáhaldsmynd og kusu ríflega 9300 manns í keppninni. Flest atkvæði hlaut myndin „Soulmates“ („Sálufélagar“) eftir Svein Orra Símonarson (@svenoreo) sem fékk að launum vegleg verðlaun. 

Í Þýskalandi var deginum fagnað með verðlaunaafhendingu og opnun listasýningar á innsendum verkum í alþjóðlega listasamkeppni um íslenska hestinn, sem IPZV, þýsku Íslandshestasamtökin, stóðu fyrir í samstarfi við HOI og Sendiráð Íslands í Berlín. Mikill fjöldi verka, eða hátt í 500, voru send inn. Aðalverðlaunin hlaut Margrét Erla Júlíusdóttir fyrir málverkið „Í landi álfa og ævintýra“. 

Allar nánari upplýsingar og myndir frá keppninni má finna á vefsíðu Horsesoficeland.is


Deila