Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
24. október 2011

Mikil jákvæðni á blaðamannafundi í London

Íslandsstofa stóð fyrir blaðamannafundi á veitingastaðnum Texture í London síðastliðinn þriðjudag. Áherslan var á að kynna Ísland sem spennandi áfangastað yfir vetrartímann.

Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður Markaðssóknar kynnti verkefnið Inspired by Iceland og heimboðin núna í október og nóvember. Sigríður Gróa Þórarinsdóttir Markaðsstjóri á Bretlandsmarkaði ræddi um norðurljósin sem NASA er búin að spá að verði þau björtustu í meira en 50 ár. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður ferðamála á Norðurlandi, kynnti skíðasvæði og mismunandi skíðamöguleika á Íslandi auk annarrar vetrarafþreyingar, meðan Eiríkur Helgason, atvinnumaður í snjóbrettaíþróttinni, sýndi hvað þeir bræður helgasons.com eru að gera.

Kynningarnar vöktu mikla athygli og þóttu mjög fræðandi og í framhaldinu er verið að skipuleggja blaðamannaferðir til Íslands með þeim blaðamönnum sem voru á staðnum.

Deila