Sendiherrar í heimsókn - fundir um viðskiptamöguleika
Guðmundur Eiríksson, sendiherra Íslands í Nýju Delí, Hannes Heimisson, verðandi sendiherra Íslands í Tókýó, Stefán Skjaldarson, verðandi sendiherra í Pekíng, og Auðunn Atlason, verðandi sendiherra í Vín, verða til viðtals í byrjun júlí.
Þeir sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðanna, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði geta bókað fund með viðkomandi sendiherra.
Mánudaginn 1. júlí, verður Guðmundur Eiríksson með viðtöl um markaðsaðstoð á Indlandi og umdæmislöndum sendiráðsins sem eru: Bangladess, Malasía, Maldíveyjar, Máritíus, Nepal, Seychelles-eyjar, Singapúr, Suður-Afríka, Srí Lanka.
Miðvikudaginn 3. júlí, verður Hannes Heimisson með viðtöl um markaðsaðstoð í Japan og umdæmislöndum sendiráðsins sem eru: Filippseyjar, Indónesía, Austur-Tímor, Brúnei Darússalam og Papúa Nýja-Gínea. Uppbókað
Föstudaginn 5. júlí, verður Stefán Skjaldarson með viðtöl um markaðsaðstoð í Kína og umdæmislöndum sendiráðsins sem eru: Ástralía, Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Kambódía, Laos, Taíland og Víetnam. Uppbókað
Þriðjudaginn 9. júlí, verður Auðunn Atlason með viðtöl um markaðsaðstoð í Austurríki og umdæmislöndum sendiráðsins sem eru: Bosnía og Hersegovína, Makedonía, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland
Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 7. hæð og má bóka þá í síma 511 400
Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is