Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
30. maí 2013

Skýrsla um kortlagningu útflutningsfyrirtækja með íslenskar náttúruvörur

Skýrsla um kortlagningu útflutningsfyrirtækja með íslenskar náttúruvörur
Í vor hóf Íslandsstofa að kortleggja útflutningsfyrirtæki sem framleiða náttúruvörur þ.e. nota útdrætti (extrakta) úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í vörur sínar og framleiðslu. Markmiðið var að átta sig á stöðu þessara fyrirtækja í útflutningi og finna mögulega samstarfsfleti þeirra á milli.

Í vor hóf Íslandsstofa að kortleggja útflutningsfyrirtæki sem framleiða náttúruvörur þ.e. nota útdrætti (extrakta) úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í vörur sínar og framleiðslu. Sérstakur verkefnisstjóri var ráðinn til verksins og var markmiðið að átta sig á stöðu þessara fyrirtækja í útflutningi og finna mögulega samstarfsfleti þeirra á milli.

Niðurstöðurnar voru teknar saman í skýrslu sem unninn var upp úr viðtölum við 30 fyrirtæki í umræddum markhópi. Í skýrslunni kemur m.a. fram að þetta er fremur ung atvinnugrein og fyrirtækin mislangt á veg komin í útflutningi. Þá kom fram að kröfur um hreinleika, uppruna, vottanir og gæðastaðla fara vaxandi á erlendum mörkuðum. 

Þeir sem hafa ábendingar eða spurningar varðandi skýrsluna geta haft samband við Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is eða í síma 511 4000

Myndir frá kynningarfundi sem fram fór fyrr í dag á Grand Hótel Reykjavík vegna úttektarinnar

 

Deila