Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
15. október 2021

Útlínur: Kraftur og bjartsýni á Reykjanesi

Útlínur: Kraftur og bjartsýni á Reykjanesi
Útlínur eru nýtt hlaðvarp Íslandsstofu þar sem verður komið víða við og spennandi hlutir skoðaðir meðal íslenskra útflutningsfyrirtækja og greina.

Vestnorden ferðakaupstefnan fór nýverið fram. Um er að ræða stærsta viðburðinn sem er haldinn í ferðaþjónustu á Íslandi en um 500 gestir víðs vegar að úr heiminum komu til landsins til að taka þátt í kaupstefnunni sem var haldin í 36. skipti. Á Vestnorden er lögð áhersla á ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni og fellur því vel að áhersluatriðum íslenskrar ferðaþjónustu.

Rætt var við Þuríði Aradóttir Braun, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Reykjaness, í Útlínum Íslandsstofu þann 8. október, daginn eftir að Vestnorden lauk.

Útlínur eru nýtt hlaðvarp Íslandsstofu þar sem verður komið víða við og spennandi hlutir skoðaðir meðal íslenskra útflutningsfyrirtækja og greina.

Mikill kraftur er á Reykjanesi um þessar mundir. Ekki bara í iðrum jarðar heldur hafa fyrirtæki á svæðinu notað kófið til að búa sig undir betri tíð og sækja fram eftir erfiða tíma.  

Einnig er rætt við Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, um Demantshringinn á Norðurlandi. Viðtalið var tekið á Akureyrarflugvelli þegar hringurinn var opnaður haustið 2020 en hann er einstakur.

Út um land allt land er að finna sannkallaðar náttúruperlur sem vert er að sækja heim.

Deila