Viljayfirlýsing undirrituð um íslenskt svæði hjá einni stærstu netverslun Asíu
Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis á kynningarfundi um netverslun milli Íslands og Kína, sem fram fór hjá kínverska sendiráðinu á Íslandi á dögunum. Undir yfirlýsinguna skrifuðu Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, og fyrir hönd samstarfsaðilans Maverick Fang, svæðisstjóri hjá Tmall Global Import hjá Alibaba Group.
Um er að ræða eina stærstu netverslun í Asíu en Tmall.com, rétt eins og markaðstorgið Taobao.com, er í eigu fyrirtækjasamsteypunnar Alibaba Group. Hægt er að kynna sér Tmall betur á ensku hér.
Kynningarfundurinn sem haldinn af kínverska sendiráðinu á Íslandi var afar vel sóttur en á dagskrá voru erindi frá, auk sendiráðsins, Íslandsstofu, utanríkisráðuneytinu, Alibaba Group o.fl. Sjá má nánar um fundinn og myndir á vef sendiráðsins.