Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. október 2019

Viljayfirlýsing undirrituð um íslenskt svæði hjá einni stærstu netverslun Asíu

Viljayfirlýsing undirrituð um íslenskt svæði hjá einni stærstu netverslun Asíu
Stefnt verður að uppsetningu íslensks svæðis (e. E-commerce Pavillion) á vef einnar stærstu netverslunar heims, Tmall Global.

Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis á kynningarfundi um netverslun milli Íslands og Kína, sem fram fór hjá kínverska sendiráðinu á Íslandi á dögunum. Undir yfirlýsinguna skrifuðu Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, og fyrir hönd samstarfsaðilans Maverick Fang, svæðisstjóri hjá Tmall Global Import hjá Alibaba Group.

Um er að ræða eina stærstu netverslun í Asíu en Tmall.com, rétt eins og  markaðstorgið Taobao.com, er í eigu fyrirtækjasamsteypunnar Alibaba Group. Hægt er að kynna sér Tmall betur á ensku hér

Kynningarfundurinn sem haldinn af kínverska sendiráðinu á Íslandi var afar vel sóttur en á dagskrá voru erindi frá, auk sendiráðsins, Íslandsstofu, utanríkisráðuneytinu, Alibaba Group o.fl. Sjá má nánar um fundinn og myndir á vef sendiráðsins.

 

Deila