Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
10. desember 2020

Vinnustofa um samstarfsstyrki í Grikklandi

Vinnustofa um samstarfsstyrki í Grikklandi
Kynntu þér samstarfsmöguleika milli íslenskra og grískra fyrirtækja styrkta af Uppbyggingarsjóði EES.

Innovasjon Norge stóð fyrir vinnustofu um samstarfsstyrki í Grikklandi á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar 10. desember. Markmið vinnustofunnar var að kynna samstarfsmöguleika milli íslenskra og grískra fyrirtækja styrkta af uppbyggingarsjóði EES.

Upptökuna frá fundinum má finna hér

Kynningu frá Innovation Norway má finna hér

Opnað hefur verið fyrir styrki á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar í áætlun Uppbyggingarsjóðs EES í Grikklandi. Íslensk fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að nýta sér þetta tækifæri til samstarfs í Grikklandi.

Uppbyggingarsjóður EES veitir styrki til samstarfsverkefna milli grískra fyrirtækja og stofnana og fyrirtækja frá Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þetta er seinna kall áætlunarinnar sem styrkir verkefni á eftirfarandi sviðum:

• Græn nýsköpun í iðnaði

• Bláa hagkerfið

• Upplýsingatækni (ICT)

Hámarksstyrkur er 1,5 milljón evra en lágmarksstyrkur 200.000 evrur.

Umsóknafrestur er til og með 18. febrúar 2021

Nánari upplýsingar veitir Ágústa Ýr Þorbergsdóttir hjá NAVIGO sem er samstarfsaðili Innovasjon Norge á Íslandi.

Netfang: agusta@navigo.is

Nánari upplýsingar um kallið

Myndband með upplýsingum um þau 16 verkefni sem hlutu styrk 2019


 

Deila