Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Áherslur í útflutningi

Árið 2019 vann Íslandsstofa langtímastefnumótun fyrir íslenskar útflutningsgreinar fyrir hönd utanríkisráðuneytisins í nánu samráði við íslenskar atvinnugreinar.

Stefnumótunin byggir á sex stefnumarkandi áherslum. Þær spanna vítt svið í íslensku atvinnulífi, snerta bæði hina hefðbundnu útflutningsatvinnuvegi en ná einnig til greina á borð við skapandi greinar, hugvit, nýsköpun og tækni.

Hér má fræðast nánar um það hvernig stefnumótandi áherslur í útflutningi geta stutt við þína starfsemi.

Orka og grænar lausnir

Orka úr endurnýjanlegum auðlindum er vaxandi verðmæti sem hefur m.a. laðað hingað til lands nýja erlenda fjárfestingu auk þess sem þekking og reynsla á þessu sviði skapar útflutningsverðmæti.

Orka og grænar lausnir

Hugvit, nýsköpun og tækni

Hér á landi hefur stór hluti hugvits, nýsköpunar og tæknigeirans vaxið úr mikilvægustu auðlindagreinunum, svo sem sjávarútveginum og orkugeiranum. Á þessu sviði er líka lykillinn að sjálfbærari framtíð.

Hugvit, nýsköpun og tækni

Listir og skapandi greinar

Skapandi starfsemi og nýsköpun í listum, menningu og atvinnulífi eru nátengdar. Listir og skapandi greinar eru einnig uppspretta útflutningsverðmæta sem væntingar eru til að geti vaxið umtalsvert á næstu árum.

Listir og skapandi greinar

Ferðaþjónusta

Ferðaþjónusta á Íslandi stendur á ákveðnum tímamótum eftir stöðugt vaxtaskeið. Þá hefur COVID-19 einnig sett strik í reikninginn fyrir ferðalög á heimsvísu. Með þessari þróun fylgja nýjar áskoranir, ásamt tækifærum, og enn frekari krafa á að auka verðmæti á hvern ferðamann til að viðhalda verðmætaaukningu greinarinnar.

Ferðaþjónusta

Sjávarútvegur

Ísland á merkar hefðir og sögu í sjávarútvegi og leiðandi fyrirtæki í greininni nota Ísland með virkum hætti sem tákn um hreinleika og ferskleika.

Sjávarútvegur

Sérhæfð matvæli og náttúruafurðir

Rekjanleiki matvæla og tengsl við uppruna þeirra og sögu skapar verðmæti. Hér á landi hafa fyrirtæki á sviði sérhæfðra matvæla og drykkjarvara nýtt sér íslenska upprunann og tengsl við ímynd landsins til aðgreiningar fyrir vörumerki sín á erlendum mörkuðum.

Sérhæfð matvæli og náttúruafurðir