Íslenski hesturinn
Markaðsverkefni um íslenska hestinn var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda. Fyrsta áfanga markaðsverkefnis lauk með formlegri stefnumótun, og framhald verkefnisins til næstu fjögurra ára hófst í byrjun janúar 2016. Í upphafi árs 2020 var verkefnið síðan framlengt um 18 mánuði. Nú stendur yfir stefnumótunarvinna varðandi framtíðaráherslur verkefnisins, í takt við endurskipulagningu á starfi Íslandsstofu, og stefnt er að því að gera nýjan langtímasamning við stjórnvöld og hagsmunaaðila í kjölfarið. Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins.