Ráðstefnuborgin Reykjavík
Ráðstefnuborgin Reykjavík eða „Meet in Reykjavík“ var stofnuð árið 2012 að frumkvæði Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu í þeim tilgangi að styrkja ímynd Íslands og Reykjavíkur sem eftirsóknarverðs áfangastaðar fyrir ráðstefnur, fundi, hvataferðir og alþjóðlega viðburði (MICE) og auka hlutfall þeirra ferðamanna sem koma í þeim tilgangi allan ársins hring. Félagið var sameinað Íslandsstofu árið 2020 og verður framvegis rekið sem sjálfstætt verkefni þar. Verkefnið er unnið í samræmi við leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu, útflutningsstefnu Íslands og ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.