Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa


SKIPU­LAGS­SKRÁ

Ís­lands­stofa, sjálf­seign­ar­stofn­un

Skipulagsskrá þessi er gerð á stofnfundi Íslandsstofu, sjálfseignarstofnunar, sem haldinn var í Reykjavík 3. september 2018.

1. gr.
Heimili og varnarþing

Íslandsstofa er sjálfseignarstofnun sem starfar samkvæmt lögum nr. 3812010 um Íslandsstofu, sjálfseignarstofnun, með síðari breytingum, og skipulagsskrá þessari. Heimili og varnarþing er í Reykjavík. Íslandsstofa, sjálfseignarstofnun (hér eftir í skipulagsskrá þessarinefnd Íslandsstofa) er sjálfstæður lögaðili sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. Hún ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með öllum eignum sínum og er ekki rekin í ágóðaskyni.

Íslandsstofa skal taka mið af ákvæðum "Almennrar eigandastefnu ríkisins fyrir hlutafélög og sameignarfélög" í þeim mæli sem við getur átt að teknu tilliti til ákvæða laga um Íslandsstofu og skipulagsforms stofnunarinnar. Leiki vafi á því hvort tiltekið ákvæði eigandastefnu eigi við um Íslandstofu skal slíkt skýrt í þjónustusamningi. 

2. gr.
Hlutverk Íslandsstofu

Íslandsstofu er ætlað að vera greiningar- og þjónustuvettvangur fyrir alla útflutningsstarfsemi á Íslandi og styðja við markaðsvinnu á erlendum mörkuðum. Íslandsstofa starfar á grunni langtímastefnu sem samþykkt hefur verið samkvæmt lögum um Íslandsstofu og á grundvelli ítarlegrar áætlunar um framkvæmd hennar. Í samræmi við ákvæði 3. mgr. 1. gr. laga nr. 3812010, um Íslandsstofu með síðari breytingum, er hlutverk Íslandsstofu sem hér segir: 

a) að vera samstarfsvettvangur atvinnulífs, hagsmunasamtaka, kynningarmiðstöðva, stofnana, og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir til þess að auka útflutningstekjur og hagvöxt, 
b) að veita alhliða þjónustu og ráðgjöf til allra útflutningsgreina í því skyni að greiða fyrir markaðssetningu og útflutningi á vöru og þjónustu, 
c) að laða erlenda ferðamenn til Íslands með samræmdu kynningar- og markaðsstarfi,
d) að laða erlenda fjárfestingu til Íslands, upplýsa erlenda fjárfesta um kosti Íslands og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um fjárfestingarmál,
e) að styðja við kynningu og útflutning á íslenskri menningu, vörum og þjónustu erlendis,
f) að annast rekstur eigna sem henni kunna að vera lagðar til og samræmast hlutverki hennar samkvæmt lögum þessum,
g) að vinna tillögur að langtímastefnumótun atvinnulífs, hagsmunasamtaka, stofnana og stjórnvalda, sbr. a-lið, varðandi markaðssetningu og útflutning á íslenskum vörum, þjónustu og menningu, og
h) að hrinda í framkvæmd langtímastefnumótun skv. g-lið og í samræmi við a-lið.

Nánar er mælt fyrir um hlutverk, verkefni og þjónustu Íslandsstofu í þjónustusamningi skv. 2. mgr. 5. gr. laganna um Íslandsstofu og langtímastefnu stjórnvalda og atvinnulífs fyrir markaðssetningu og útflutning skv. 3. gr. a laganna.

3. gr.
Stofnaðilar

Stofnaðilar Íslandsstofu eru ráðherra sem fer með fjármál f.h. ríkissjóðs, kt. 550169-2829 og Samtök atvinnulífsins, kt. 680699-2919. 

4. gr.
Stjórn

Stjórn Íslandsstofu skipa sjö fulltrúar sem skipaðir eru á aðalfundi til þriggja ára í senn. Utanríkisráðherra tilnefnir tvo stjórnarmenn, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilnefnir einn stjórnarmann og Samtök atvinnulífsins tilnefna fjóra. Varamenn skulu valdir með sama hætti. Stjórnin skiptir með sér verkum. Henni er heimilt að samþykkja skipun áheyrnarfulltrúa.

5. gr. 
Hlutverk og starfshættir stjórnar

Stjórn Íslandsstofu ber ábyrgð á undirbúningi tillögu að langtímastefnu um útflutningsog markaðsmál, sem gildir til fimm ára, sbr. 3. gr. a laga nr. 3812010 um Íslandsstofu. Stjórnin skal hafa samráð við útflutnings- og markaðsráð við mótun stefnunnar ogjafnframt leggja hana fyrir ráðið til umfjöllunar og samþykktar. Á grundvelli hennar vinnur stjórnin framkvæmdaáætlun til sama tíma og ákveður hvernig henni verði hrundið í framkvæmd. Stjórnin leggur reglulega mat á framkvæmd stefnunnar og grípur til aðgerða ef tilefni er til. Stjórnin samþykkir árlega starfs- og fjárhagsáætlun Íslandsstofu og hefur eftirlit með framkvæmd hennar.

Stjórnin ákveður með hvaða hætti Íslandsstofa leitar samráðs við einstakar atvinnugreinar og starfar með þeim. Stjórn Íslandsstofu skal marka stefnu og ákveða þær reglur sem gilda varðandi samninga við einstök fyrirtæki, einstaklinga eða atvinnugreinar um markaðsstarf. Stærri samninga skalleggja fyrir stjórn til samþykktar. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra og ákveður starfskjör hans og innra skipulag starfsemi Íslandsstofu. 

Stjórnarfundi skal halda svo oft sem nauðsyn krefur. Formaður stjórnar undirbýr stjórnarfundi í samráði við framkvæmdastjóra sem boðar til þeirra með hæfilegum fyrirvara og með tryggilegum hætti. Stjórnin veitir framkvæmdastjóra prókúruumboð fyrir Íslandsstofu. Framkvæmdastjóri situr stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétti, en án atkvæðisréttar. 

Stjórnin skal ekki taka meiri háttar ákvarðanir nema hún sé fullskipuð og þarf 4/5 hluta atkvæða hennar til að samþykkja slíkar ákvarðanir. Meiri háttar ákvarðanir teljast m.a. ráðning framkvæmdastjóra, samþykkt starfslýsingar hans, kaup og sala eigna, samþykkt þjónustusamnings og tillaga að langtímastefnu. Ákvarðanir stjórnar eru bindandi fyrir Íslandsstofu.

Stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri mega ekki taka þátt í meðferð máls um samningsgerð milli félagsins og þeirra, um málshöfðun gegn þeim eða um samningsgerð milli félagsins og þriðja manns eða málshöfðun gegn þriðja manni ef þeir hafa þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni Íslandsstofu. Skylt er stjórnarmanni og framkvæmdastjóra að upplýsa um slík atvik.

Stjórnin ber ábyrgð á rekstri, fjárhag og eignum Íslandsstofu. 

6. gr. 
Framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð gagnvart stjórn í samræmi við starfslýsingu sem samþykkt skal af stjórn. Hann ber, í umboði stjórnar, ábyrgð á rekstri, fjárhag og eignum Íslandsstofu en allar meiri háttar ákvarðanir skal leggja fyrir stjórn. Hann annast daglegan rekstur Íslandsstofu, ræður til hennar starfsfólk og ber ábyrgð á fjárreiðum og reikningsskilum.

Framkvæmdastjóri undirbýr starfs- og fjárhagsáætlun fyrir hvert ár, sem lögð er fyrir stjórn Íslandsstofu til samþykktar. Áætlunin skal samþykkt fyrir 1. desember ár hvert. Hún skal byggjast á langtímastefnumótun og framkvæmdaáætlun sem stjórn Íslandsstofu hefur samþykkt á grundvelli hennar.

Framkvæmdastjóri skal skrifa ársskýrslu um starfsemi Íslandsstofu og skila henni til stjórnar í tæka tíð fyrir aðalfund.

7. gr. 
Aðalfundur

Stjórnin boðar til aðalfundar, sem haldinn skal fyrir 1. maí ár hvert. Fundarboð skal vera skriflegt og sent með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara. Rétt til setu á aðalfundi eiga stofnaðilar og þeir aðilar sem tilnefna fulltrúa í stjórn Íslandsstofu og fulltrúar í útflutnings- og markaðsráði. Stjórninni er heimilt að bjóða fleirum til setu á aðalfundi.

Á aðalfundi gefur stjórnin skýrslur og gerir þar m.a. grein fyrir stefnumótun Íslandsstofu, framkvæmd langtímastefnu og störfum Íslandsstofu að öðru leyti og leggur fram rekstraráætlanir og ársreikninga. Endurskoðaður ársreikningur skal liggja frammi til kynningar minnst viku fyrir ársfund. Á aðalfundi skal jafnframt tilkynna skipan stjórnarmanna og löggilts endurskoðanda.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur liðins árs kynntur og borinn upp til samþykktar.
3. Tilkynning um skipan stjórnar og endurskoðanda.
4. Önnur mál.

Í framhaldi aðalfundar skal haldinn opinn fundur þar sem fjallað er um langtímastefnu stjórnvalda og atvinnulífs fyrir markaðssetningu og útflutning og grein gerð fyrir markaðri starfs- og fjárhagsáætlun Íslandsstofu fyrir komandi ár. 

8. gr.
Aukaaðalfundur

Stjórn getur boðað til aukaaðalfundar ef nauðsyn krefur. Slíkur fundur skal boðaður með dagskrá með minnst viku fyrirvara.

9. gr.
Reikningsskil og endurskoðun

Reikningsár Íslandsstofu er frá 1. janúar til 31. desember. Reikningar skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda. Endurskoðandi skal leggja endurskoðaðan "ársreikning fyrir stjórn fyrir lok febrúarmánaðar. Endurskoðaðan reikning ber að senda til Ríkisendurskoðunar þegar hann hefur hlotið samþykki ársfundar og skal honum fylgja skýrsla um hvernig tekjum Íslandsstofu hefur verið ráðstafað á árinu. Samhliða framlagningu ársreiknings í stjórn skal framkvæmdastjóri leggja fram skýrslu sína um starfsemi síðasta árs.

10. gr.
Stofnfé og tekjur

Um stofnfé Íslandsstofu fer samkvæmt því sem segir í 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis I í lögum um Íslandsstofu, nr. 3812010, með síðari breytingum. Þar af er óskerðanlegt stofnfé kr. 1.000.000, sem skal ávaxtað og varðveitt á bestu kjörum í viðskiptabanka Íslandsstofu. Um tekjur Íslandsstofu að öðru leyti fer samkvæmt því sem segir í lögum, nr. 3812010, um Íslandsstofu með síðari breytingum.

Ef tap verður á rekstri Íslandsstofu þannig að fyrirséð verður að hún geti ekki staðið við skuldbindingar sínar, ber stjórninni að bregðast við því og hlutast til um nauðsynlegar breytingar sem tryggja rekstur Íslandsstofu.

11. gr.
Breytingar á skipulagsskrá

Skipulagsskrá þessari verður aðeins breytt með einróma samþykki stofnaðila. Stjórnarmenn og stofnaðilar eru einir bærir til að leggja til breytingar á skipulagsskrá. Breytingar á skipulagsskrá skal kynna á aðalfundi Íslandsstofu og þeirra getið sérstaklega í fundarboði.

12. gr.
Slit Íslandsstofu, sjálfseignarstofnunar

Starfsemi Íslandstofu verður einungis slitið með ákvörðun stofnaðila. Verði Íslandsstofa lögð niður skal eignum ráðstafað í þágu útflutningsstarfsemi á Íslandi samkvæmt lagaheimild.

13. gr.
Réttarheimildir

Þar sem ákvæðum skipulagsskrár þessarar sleppir, skal hlíta ákvæðum laga, nr. 3812010, um Íslandsstofu með síðari breytingum og öðrum lögum eftir því sem við á.

F.h. Stofnaðila

Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
(sign) 

Halldór Benjamín Þorbergsson
(sign)