Mannauðsstefna Íslandsstofu
Kjörorð mannauðsstefnunnar
Hjá okkur verða hugmyndir til og komast í framkvæmd
Ekkert er ómögulegt og nýjum hugmyndum og nálgunum er tekið fagnandi.
Vinnustaðurinn okkar er kraumandi suðupottur af sérþekkingu og jafnframt umvefjandi, skemmtilegur, krefjandi, alþjóðlegur og skapandi.
Samvinna, fjölbreytni og jafnrétti
Við fögnum fjölbreytni, erum jafnréttissinnuð og viðhorf okkar er opið. Við spyrnum við fordómum og staðalmyndum.
Við sýnum hverju öðru gott viðmót og jákvæðni. Við virðum hvert annað og vöndum okkur í samstarfi og samskiptum.
Við komum að verkefnum með opnum hug, eigum hreinskiptin gagnleg skoðanaskipti og rökræður, hlustum á sjónarmið hvers annars og veitum hvert öðru endurgjöf.
Við leggjum okkur fram og gerum okkar besta, en það er líka leyfilegt að gera mistök, ræða og læra. Við biðjum um aðstoð og sýnum vanmátt.
Starfsumhverfi, heilsuefling, starfsþróun
Við höfum sveigjanlegan vinnutíma og viðveru og leggjum áherslu á jafnvægi á milli starfs og einkalífs. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður. Við þróum stöðugt skipulag fjarvinnu og vinnuaðstöðu (e. hybrid workplace).
Við höfum góða vinnuaðstöðu og aðbúnað í fjölbreyttu vinnurými, til að styðja með réttum hætti við störf okkar. Við göngum vel um vinnurýmin okkar.
Við búum yfir mikilli faghæfni sem við ræktum vel og er eftirsótt.
Við leggjum áherslu á líkamlegt og andlegt heilbrigði í okkar vinnu.
Stjórnun, skipulag
Hlutverk okkar og markmið eru skýr og við höfum á sama tíma frelsi til athafna í hvetjandi umhverfi. Við sýnum frumkvæði og tökum ábyrgð á okkar störfum.
Við vinnum saman í teymum þvert á svið og áherslur og deilum verkefnaábyrgð, þannig komast hlutir í framkvæmd. Við höfum öll sterka rödd inn í samtalið í okkar teymum.
Við miðlum vel upplýsingum milli áherslna og sviða, notum markvisst ólík miðlunarform í upplýsingagjöf og berum okkur eftir upplýsingum.
Við mælum stöðugt árangur okkar, metum hann, hvetjum, fögnum og setjum okkur ný markmið út frá útflutningsstefnu Íslands.
Við notum ferla til að auðvelda okkur lífið en ekki þvælast fyrir.
Erum sjálfbær og hagnýt
Við vinnum eftir sjálfbærri hugsun og fetum „Grænu skrefin“.
Við skilgreinum sameiginlega sýn í verkefnavinnu, hver lokaafurðin á að vera, hlutverk, tímalínur og eftirfylgni.
Við förum vel með þær bjargir sem okkur er treyst fyrir.
Við vinnum hratt og vel og eigum stutta fundi með markvissri dagskrá.