Yfirstjórn verkefnis er í höndum stýrihóps sem skipaður er þremur fulltrúum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og tveimur fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar. Stýrihópur verkefnis ber ábyrgð á stefnumótun og markmiðum verkefnisins og meiriháttar ákvörðunum.
Í verkefnisstjórn sitja þrír aðilar sem tilnefndir eru af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fimm aðilar sem tilnefndir eru af Samtökum ferðaþjónustunnar og tveir fulltrúar sveitarstjórnarstigsins, annar tilnefndur af Reykjavíkurborg og hinn af markaðsstofum landshlutanna. Formaður verkefnisstjórnar er einn af fulltrúum ráðherra.