Nýjar áherslur
Ný stefna í útflutningi markar nýtt upphaf og nýjar áherslur á útflutningsgreinar á sviði hugvits, nýsköpunar og tækni. Stefnt er að því að sækja auknar útflutningstekjur til hugvitstengdra greina sem ekki byggist á takmörkuðum auðlindum. Framtíðarsýnin er sú að áfangastaðurinn Ísland verði ekki síður þekktur sem eftirsóttur staður fyrir rannsóknir og nýsköpun.