Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Stefna og mark­mið


Hlutverk

Íslandsstofa er vettvangur markaðs- og kynningarmála landsmanna á erlendri grund. Þjónusta Íslandsstofu byggir á víðtækri reynslu, sérhæfingu og faglegri dýpt, sem ekki er á færi einstakra aðila, auk hagkvæmri nýtingu fjármuna.

Starfsemi og þjónusta

Íslandsstofa er öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda og miðar að því að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með því að efla markaðssókn Íslendinga erlendis.

Þjónusta byggist á þremur þáttum:

  • Almennu kynningarstarfi sem beinist að því að efla orðspor og ímynd Íslands erlendis, skapa áhuga á landinu sem áfangastað og auka eftirspurn eftir því sem íslenskt er.
  • Upplýsingamiðlun, ráðgjöf og fræðslu við samtök, fyrirtæki og einstaklinga sem miðar að því að efla færni þeirra og árangur í alþjóðaviðskiptum.
  • Markvissum aðgerðum, í því skyni að laða að erlenda fjárfesta til beinna fjárfestinga í atvinnustarfsemi og nýsköpun, í samræmi við stefnu stjórnvalda

    Skipurit (2019)



    skipurit íslandsstofu