Markmið Film in Iceland eru að kynna lög um 25% endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til handa erlendum kvikmyndaframleiðendum vegna framleiðslukostnaðar hér á landi, kynna Ísland sem vænlegan tökustað,
kynna innviði íslenska kvikmyndaumhverfisins, og að taka við fyrirspurnum erlendra framleiðanda og aðstoða þá eftir fremsta megni.
Vaxandi áhugi hefur verið á Íslandi sem tökustað en meðal verkefna sem tekin hafa verið að hluta á Íslandi á allra síðustu árum eru Prometheus í leikstjórn Ridley Scott, 2. hluti sjónvarpsþáttaraðarinnar Game of Thrones, Flags of Our Fathers í leikstjórn Clint Eastwood, Batman Begins í leikstjórn Christophers Nolan og James Bond, Die Another Day í leikstjórn Lee Tamahor.