Íslensk fyrirtæki hafa í gegnum árin sótt verkefni til alþjóðastofnana og opinberra aðila erlendis og hafa mörg hver náð góðum árangri.
Á hverju ári bjóða opinberir aðilar í Evrópu út framkvæmdir og kaup á vöru og þjónustu að andvirði 2.000 milljarða evra. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir fyrirtæki sem hafa tæknilega og fjárhagslega getu til að bjóða í opinber verkefni erlendis.
Upplýsingar um útboð á EES yfir viðmiðunarmörkum eru birt á útboðsvefnum TED (Tenders Electronic Daily). Það kostar ekkert að nota TED og með því að skrá sig á vefinn er hægt að leita að tækifærum m.a. eftir löndum og atvinnugreinum, vöru eða þjónustu. Leitarskilyrðin er síðan hægt að vista og fá sendan tölvupóst þegar ný útboð, sem passa við leitarskilyrðin, eru skráð í grunninn. Hægt er að vera með marga leitarprófíla í gangi í einu, til dæmis einn fyrir hvert land eða vöruflokk. Við leitina í TED er mikilvægt að nota ekki of þröng leitarskilyrði því það er oft þannig að sá sem skráir útboðið í grunninn er ekki endilega sérfræðingur á því sviði sem útboðið tekur til og alltaf geta orðið mistök. Gott er að nota TED til að undirbúa inngöngu á markað. Þar er ekki aðeins að finna upplýsingar um opinberar stofnanir og fyrirtæki sem bjóða út verk, vöru og þjónustu heldur er einnig hægt að skoða hver fær þau verkefni sem boðin hafa verið út. Þessar upplýsingar má nota til að koma fyrirtækinu á framfæri við kaupendur og mögulega samstarfsaðila erlendis.
Erfiðara getur verið að finna útboð undir viðmiðunarmörkum, þar sem um þau gildir ekki sama auglýsingaskylda. SIMAP sem er hliðarvefur TED, gefur upplýsingar um útboðsvefi og opinberar upplýsingaveitur í hverju landi fyrir sig. Upplýsingarnar eru ekki tæmandi og áhugasömum er bent á að skoða t.d.
Útboð í Noregi
Þeim sem vilja skoða útboð í Noregi er bent á vefinn Doffin sem er mikið notaður af íslenskum fyrirtækjum.
Útboð alþjóðastofnana
Ýmis tækifæri geta falist í viðskiptum við alþjóðastofnanir, en inngöngu á þann stóra markað þarf að undirbúa vel og gera verður ráð fyrir að nokkurn tíma geti tekið að komast inn fyrir þröskuldinn. Fyrirtæki sem hafa áhuga á að selja til alþjóðastofnana ættu að skoða eftirfarandi vefi:
Sameinuðu þjóðirnar – UN Global Marketplace
Nánari upplýsingar um útboð á vegum Sameinuðu þjóðanna
NATO:
Supreme Headquarters Allied Powers Europe (SHAPE): https://www.shape.nato.int/
Static Base Support and Operations Support
ACT (SACT): www.act.nato.int
Research & Development, training, and consulting
NATO HQ: www.nato.int
Base support, IT, media, and reform initiatives
NC3A: www.nc3a.nato.int
R&D and CIS investment projects
NAMSA www.namsa.nato.int
Logistics investment, systems support and operations support
NC Agency www.ncia.nato.int
NATO Communications and Information Agency
European Bank for Reconstruction and Development EBRD - Procurement opportunities
EBRD
Vöktun á útboðum
Flestir opinberir vefir, sem veita upplýsingar um útboð, bjóða fyrirtækjum að skrá sig á póstlista og fá sendar upplýsingar þegar ný útboð eru birt. Í sumum tilvikum greiða fyrirtæki fyrir þessa þjónustu. Að auki eru fjölmörg einkafyrirtæki sem bjóða þjónustu við að vakta opinber útboð og senda í tölvupósti um leið og þau birtast. Þessi þjónusta er veitt gegn gjaldi. Sum þessara fyrirtækja ganga lengra og veita aðstoð við allt ferlið, allt frá því að finna útboð til tilboðsskrifa.