Með sjálfbærni að leiðarljósi
Ísland er þegar tengt sjálfbærni í hugum fólks víða um heim. Efnahagslega og samfélagslega mikilvæg starfsemi á borð við orkugeirann og sjávarútveginn leggur mikla áherslu á sjálfbærni og ábyrga nýtingu auðlinda. Orka úr endurnýjanlegum auðlindum er vaxandi verðmæti sem hefur m.a. laðað hingað til lands nýja erlenda fjárfestingu auk þess sem þekking og reynsla á þessu sviði skapar útflutningsverðmæti.