Íslenskur uppruni
Rekjanleiki matvæla og tengsl við uppruna þeirra og sögu skapar verðmæti. Hér á landi hafa fyrirtæki á sviði sérhæfðra matvæla og drykkjarvara nýtt sér íslenska upprunann og tengsl við ímynd landsins til aðgreiningar fyrir vörumerki sín á erlendum mörkuðum. Dæmi um þetta eru skyr, íslenskt vatn og drykkjarvörur á borð við bjór og vodka. Þá tengja framleiðendur húð- og næringarvara úr íslenskum jurtum, steinefnum og smáþörungum afurðir sínar við hreinleika íslenskrar náttúru.