Ísland - Saman í sókn
Ísland – saman í sókn er markaðsverkefni fyrir íslenska ferðaþjónustu og er hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19.
Ísland – saman í sókn er markaðsverkefni fyrir íslenska ferðaþjónustu og er hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19.
Grænvangur vinnur með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði undir merkjum Green by Iceland og kynnir framlag Íslands í loftslagsmálum innanlands og utan.
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa sameinast undir slagorðinu Seafood from Iceland til að auka útflutningsverðmæti með einu upprunamerki. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Íslandsstofa eru samstarfsaðilar verkefnisins.
Markaðsverkefni um íslenska hestinn er samstarfsverkefni hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda og hefur verið verið starfrækt frá 2015. Í upphafi árs 2020 var verkefnið framlengt um 18 mánuði og stendur stefnumótunarvinna varðandi framtíðaráherslur verkefnisins nú yfir.
Meet in Reykjavik eða Ráðstefnuborgin Reykjavík var sameinuð Íslandsstofu í september 2020 og verður framvegis rekið sem sjálfstætt verkefni innan Íslandsstofu. Verkefnið er unnið í samræmi við leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu, útflutningsstefnu Íslands og ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.
Hlutverk Film in Iceland er að kynna lög um 25% endurgreiðslu af framleiðslukostnaði fyrir erlendum kvikmynda- og sjónvarpsframleiðendum annars vegar og hins vegar að kynna Ísland sem ákjósanlegan tökustað.
Iceland Naturally er markaðs- og kynningarverkefni aðila með hagsmuni á mörkuðum í Norður-Ameríku. Markmið verkefnisins er að auka áhuga á Íslandi, íslenskum afurðum og þjónustu og á Íslandi sem áfangastað.
Markmið verkefnisins er að efla samkeppnisstöðu og auka verðmætasköpun saltaðra þorskafurða frá Íslandi á mörkuðum Suður-Evrópu.
Íslandsstofa hefur umsjón með daglegum rekstri félagsins Icelandic Trademark Holding ehf. (ITH) sem er í eigu íslenska ríkisins. ITH er eigandi vörumerkjanna Icelandic og Icelandic Seafood sem eiga sér langa sögu og standa fyrir hágæða íslenskt sjávarfang.