2011 European Enterprise Awards
Handleiðsluverkefni Íslandsstofu Útflutningsaukning og hagvöxtur í fjórða sæti
Á ráðstefnunni „Mobilising SMEs for the Future of Europe“ sem haldin var síðustu tvo daga í Búdapest var ÚH handleiðsluverkefni Íslandsstofu veitt viðurkenning í flokknum „Supporting the Internationalisation of Business“.
ÚH-verkefnið hreppti fjórða sætið og tók Hermann Ottósson við viðurkenningarskjali því til staðfestingar. Johanna Drake, Director for SMEs and Entrepreneurship, DG Enterprise and Industry, European Commission, tilkynnti að ÚH-verkefnið hefði hlotið 4. sætið í flokknum. Alls kepptu 54 verkefni um European Enterprise Award í þetta skipið og voru þau valin úr yfir 400 tilnefningum frá löndum Evrópusambandsins.
Það er mikill heiður að hljóta þessa tilnefningu og er í raun staðfesting á því að ÚH-verkefnið er eitt af þeim verkefnum sem ber aldurinn vel. Það hófst fyrir 21 ári síðan og hafa yfir 200 þátttakendur nýtt ÚH-verkefnið til að vinna í sínum útflutningsáformum. Ekkert lát er á vinsældum þessa farsæla handleiðsluverkefnis og fer næsta verkefni af stað í byrjun október næstkomandi.